Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Tveir leikir í Kjarnafæðismótinu fóru fram í Boganum í dag. Markalaust hjá Þór og Magna, níu marka sigur hjá Þór/KA. Sandra María með fernu.
Fyrri leikur dagsins var viðureign Þórs og Magna í riðli 2 í A-deild karla. Leikurinn varð fremur bragðdaufur, lítið um færi og úrslitin 0-0. Þórsarar hafa þar með tryggt sér efsta sæti riðils 2, unnu þrjá leiki og gerðu eitt jafntefli.
Seinni leikurinn var viðureign Þórs/KA og Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis (FHL) og var þetta annar leikur FHL á innan við sólarhring. Þær mættu Tindastóli í gær kl. 18 og svo Þór/KA í dag kl. 15. Eftir að gestirnir héldu jöfn fyrsta hálftímann brast varnargarðurinn og Þór/KA raðaði inn mörkum. Staðan var 3-0 í leikhléi og úrslitin 9-0, þar sem bæði þreyta og meiðsli settu strik í reikning gestanna. Sandra María Jessen skoraði fjögur mörk fyrir Þór/KA, samtals á um 17 leikmínútum og þar af þrennu á um fimm mínútum snemma í seinni hálfleik. Jakobína Hjörvarsdóttir skoraði tvö, og þær Hulda Björg Hannesdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Una Móeiður Hlynsdóttir eitt mark hver. Nánar má lesa um leikinn á thorka.is.