Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Aron Einar Gunnarsson er markahæsti Þórsarinn hjá A-landsliði karla í fótbolta eftir þrennu sína í 0-7 sigri Liechtenstein síðastliðinn sunnudag.
Aron Einar átti fullkominn leik þar sem hann lék í stöðu miðvarðar; skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt í stórsigri Íslands í undankeppni EM 2024 en Aron Einar var í leikbanni í fyrsta leik liðsins sem tapaðist gegn Bosníu þremur dögum áður.
Þetta var 101. A-landsleikur Arons á ferlinum og hefur hann nú skorað fimm mörk fyrir A-landslið Íslands sem gerir hann að markahæsta Þórsaranum fyrir íslenska A-landsliðið í karlaflokki. Hann lyfti sér upp fyrir Þórsarana Halldór Ómar Áskelsson og Kristján Örn Sigurðsson sem gerðu fjögur mörk hvor á sínum landsliðsferli. Dóri Áskels spilaði 24 A-landsleiki en Kristján Örn 53.
Aron hafði skorað tvö mörk í fyrstu 100 landsleikjunum og var því jafn Þórsurunum Lárusi Orra Sigurðssyni og Guðmundi Benediktssyni sem gerðu tvö mörk hvor á sínum A-landsliðsferli; Lárus Orri í 42 leikjum en Gummi Ben í tíu leikjum.
Skoraði líklega síðast þrennu í 5.flokki Þórs
Þrenna Arons Einars hefur vakið mikla athygli enda hefur markaskorun ekki verið hans helsti styrkleiki á glæstum knattspyrnuferli. Í viðtali eftir leik var Aron spurður að því hvenær hann hafi síðast skorað þrennu og taldi hann það örugglega hafa verið í 5.flokki.
Þegar opinber gögn eru skoðuð gæti það reynst rétt hjá Aroni en leikskýrslur með mörkum eru ekki skráð fyrr en í 4.flokki og samkvæmt þeim skoraði Aron mest tvö mörk í leik eftir að hafa klárað 5.flokk. Þó verður að taka mið af því að ekki eru allar leikskýrslur skráðar og því gæti verið að Aron hafi skorað þrennu í 3. eða 4.flokki en til gamans má hér skoða leikskýrslur frá því þegar Aron skoraði tvær tvennur fyrir Þór sumarið 2005. Sjá hér og hér.
Rakel og Sandra María fyrir ofan Aron
Þegar litið er til allra A-landsliðsmarka Þórsara í fótboltanum er Rakel Hönnudóttir markahæst Þórsara með níu mörk í sínum 103 landsleikjum og næst á eftir henni er Sandra María Jessen sem hefur skorað sex mörk í 31 landsleik.
Aron Einar og Sandra María eru bæði í landsliðshópum Íslands um þessar mundir og hafa því áfram tækifæri á að bæta við landsliðsmörkum.
Markahæstu A-landsliðsmenn Þórs í karlaflokki