Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þriggja marka tap gegn Þrótti varð niðurstaða dagsins hjá okkar mönnum í Lengjudeildinni. Þórsarar eru þó áfram í 5. sæti deildarinnar með níu stig eftir sex umferðir.
Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Þórsurum þegar Akseli Matias Kalermo þurfti að fara meiddur af velli um miðjan fyrri hálfleikinn. Markalaust var alveg þar til stutt var eftir af fyrri hálfleiknum. Þá tóku Þróttarar langt innkast inn á teig Þórsara, skallað frá, en síðan kom sending inn á teig og aftur inn fyrir vörnina á Jorgen Pettersen. Varnarmenn Þórsara kölluðu á rangstöðu, en leikmaðurinn sem var fyrir innan var ekki sá sami og skoraði markið.
Annað markið kom síðan eftir nokkurra mínútna leik í seinni hálfleik þegar Þórsarar töpuðu boltanum á miðjunni, sending innfyrir vörnina á Aron Snæ Ingason sem brunaði upp vinstra megin, inn í vítateig og lagði boltan með vinstri út við stöngina hægra megin. Aron Snær skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark heimamanna eftir sendingu inn fyrir vörnina og aftur kláraði hann vel og skoraði.
Leikskýrslan á vef KSÍ.
Mótið á vef KSÍ.
Þrátt fyrir tapið eru Þórsarar enn í 5. sæti deildarinnar með níu stig, hafa unnið þrjá leiki og tapað þremur.
Næsta verkefni er heimaleikur gegn Selfossi föstudaginn 16. júní kl. 18. Selfyssingar sitja í sætinu fyrir ofan Þór með einu stigi meira.