Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þungur róður hjá Þór
Það var þungur róður hjá Þór í kvöld þegar liðið sótti Álftanes heim í 1. deild karla í körfubolta. Brekkan sem liðið hefur verið að glíma við í vetur hefur verið afar erfið og í kvöld var það ekki til að létta róðurinn að í liðið vantaði fjóra sterka pósta. Í það fyrsta þá hefur Arturo Fernandez yfirgefið félagið og skipt yfir í Sindra. Toni Cutuk meiddur og að lokum var fyrirliðinn Kolbeinn Fannar fjarri góðu gamni, sem og Hlynur Freyr.
Á meðan allir leikmenn heimamanna skoruðu í leiknum en fimm hjá Þór. Eins og sést á tölunum hér að neðan voru yfirburðir heimamanna miklir en þeir höfðu 29 stiga forskot í hálfleik og síðari hálfleikinn unnu þeir með 33 stigum og lokatölur 117:55.
Gangur leiks eftir leikhlutum: 23:14 / 28:8 (51:22) 29:19 / 37:14 = 117:55
Í liði Þórs var Smári Jóns með 19 stig 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Baldur Örn var öflugur og skoraði 16 stig og tók 16 fráköst og 5 stoðsendingar. Andri Már skoraði 10 stig Páll Nóel 8 og Zak Harris 2.
Hjá heimamönnum var Unnsteinn Rúnar með 20 stig, Eysteinn Bjarni 16, Steinar Snær og Pálmi Geir 11 stig hvor, Snjólfur Marel og Cedrick Bowen 10 stig hvor, Arnar Geir 9, Magnús Helgi 7 Ragnar Jósef 6 og Srdan Stjanovic 5.
Í næstu umferð tekur Þór á móti ÍA í leik sem fram fer föstudaginn 10. Febrúar og hefst klukkan 18:00.
Áfram Þór alltaf, alls staðar