Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Það er heldur betur nóg í boði fyrir knattspyrnuáhugamenn sem styðja Þór á morgun, laugardag. Klukkan 16.00 taka strákarnir á móti ÍR á Vís-vellinum (Þórsvöllur) en þar á undan 14.00 eiga stelpurnar sviðið er þær taka á móti FH á Greifavellinum (KA-völlur).
Stelpurnar munu klára síðustu þrjá leiki sína í Íslandsmótinu þetta árið á Greifavellinum, sem er sem kunnugt er lagður gervigrasi og þolir því betur álag haustins en hið náttúrulega gras sem er á Þórsvellinum.
Einhverjir kunna að spyrja af hverju þær eða strákarnir spila ekki í Boganum þegar Vís-völlurinn er ekki tiltækur en svarið við því er í raun afar einfalt og ágætt að taka af öll tvímæli þar um.
Boginn er ekki með keppnisleyfi fyrir Íslandsmótsleiki og einvörðungu hefur fengist undanþága til að spila þar þegar vallaraðstæður á vorin leyfa ekki annað. Hann má sem sagt einvörðungu nota í ýtrustu neyð, enda langt því frá að vera hannaður sem keppnishús þó hann sé ágætur til síns brúks þegar annað er ekki í boði.