Úrslit í ITS Macros deildakeppni píludeildar

Hörður Ingi Kristjánsson, Viðar Valdimarsson, Kolbrún Gígja Einarsdóttir, Ólöf Heiða Óskarsdóttir, D…
Hörður Ingi Kristjánsson, Viðar Valdimarsson, Kolbrún Gígja Einarsdóttir, Ólöf Heiða Óskarsdóttir, Davíð Örn Oddsson, Aðalsteinn Helgason, Sigurður Bjarnar Pálsson, Valþór Atli Birgisson, Árni Gísli Magnússon, Stefán Örn Steinþórsson og Snæbjörn Ingi Þorbjörnsson. Mynd: Píludeild Þórs.
ITS Macros deildakeppni píludeildar Þórs er nýlokið. Keppt var í einni kvennadeild og fimm karladeildum. Eftir keppni í riðlum fóru fjórir keppendur í hverri deild í úrslitakeppni. Mótið hófst 19. september og lauk því núna í vikunni.
 
Myndir af sigurvegurum allra deilda eru hér að neðan og svo úrslit í hverri deild, undanúrslitaleikir og úrslitaleikir. Myndirnar eru af Facebook-síðu píludeildarinnar. Sigurvegarar í hverri deild fengu vegleg verðlaun frá ITS Macros.
 
Í mótinu voru spilaðir 265 leikir, 4.279 leggir, 137.031 pílu var kastað, 2.708 sinnum var skorað 100 eða meira með þremur pílum og 62svar sinnum skoruðu keppendur 180, sem er hæsta skor í pílukasti með þremur pílum.
 
Nokkur aukaverðlaun voru veitt, fyrir hæsta útskot og oftast skorað 180 í riðlakeppninni. Hæsta útskot hjá körlum átti Valþór Atli Birgisson, 160, og hæsta útskot hjá konum átti Erika Mist, 102. Valþór Atli og Viðar Valdimarsson skoruðu báðir tíu sinnum 180 í riðlakeppninni. Kolbrún Gígja Einarsdóttir átti hæsta einstaka skor í kvennaflokki, 156.
 

Superliga, konur: 1. Kolbrún Gígja Einarsdóttir, 2. Ólöf Heiða Óskarsdóttir.
 

Superlilga, karlar: 1. Viðar Valdimarsson, 2. Valþór Atli Birgisson.
 

Superliga 1, karlar: 1. Aðalsteinn Helgason, 2. Davíð Örn Oddsson.
 

Superliga 2, karlar: 1. Stefán Örn Steinþórsson, 2. Árni Gísli Magnússon.
 

Supgerliga 3, karlar: 1. Hörður Ingi Kristjánsson.
 

Superliga 4, karlar: 1. Sigurður Bjarnar Pálsson, 2. Snæbjörn Ingi Þorbjörnsson.
 

4

4