Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Lokahóf meistaraflokks og 2. flokks U20 hjá Þór/KA fór fram í Hamri í gærkvöld. Hófið var með hefbundnum hætti, verðlaunaveitingar, skemmtilegar ræður og heimatilbúin skemmtiatriði, gjafir og að sjálfsögðu góður matur. Frábær stemning þó ekki hafi öll þau sem tengjast þessum flokkum haft tök á að mæta.
Auk þeirra verðlauna sem tengjast Bestu deildinni og voru afhent fyrir og eftir lokaleik liðsins í gær voru veitt innanfélagsverðlaun þar sem stelpurnar sjálfar kusu þá bestu, efnilegustu og leikmann leikmannanna úr sínum röðum.
Verðlaunahafar í meistaraflokki: Bríet Jóhannsdóttir, Sandra María Jessen, Margrét Árnadóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir.
Þór/KA var í samstarfi við önnur félög á Norðurlandi um liðin í 2. flokki og var því leikið undir heitinu Þór/KA/Völsungur/THK.
Lið 1
Lið 2
Þrjár af fjórum sem verðlaunaðar voru fyrir frammistöðu með liðum 2. flokks U20. Bríet Jóhannsdóttir, Rut Marín Róbertsdóttir og Angela Mary Helgadóttir. Á myndina vatnar Dagbjörtu Rós Hrafnsdóttur.