Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Í síðustu viku heimsóttu fulltrúar frá knattspyrnudeild Þórs höfuðstöðvar Danmerkurmeistara FC Midtjylland.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, aðalþjálfari meistaraflokks, Arnar Geir Halldórsson, yfirþjálfari, Aðalgeir Axelsson, stjórnarmaður og þjálfari í yngri flokkum og Aron Birkir Stefánsson, fyrirliði mfl. og markmannsþjálfari yngri flokka fóru í ferðina.
Um var að ræða viku heimsókn þar sem fjórmenningarnir dvöldu í smábænum Ikast í boði danska liðsins og fengu að kynnast allri starfsemi FC Midtjylland, með sérstakri áherslu á starfið í akademíunni í kringum U17 og U19 ára liðin en þar eru Þórsararnir Egill Orri Arnarsson og Sigurður Jökull Ingvason að spila eftir að hafa verið keyptir til Midtjylland frá Þór um mitt sumar.
Á meðan dvölinni stóð spilaði Sigurður Jökull allan leikinn fyrir U17 lið Midtjylland í 2-2 jafntefli gegn Viborg. Egill Orri spilaði með U19 og lék allan leikinn í 11-1 sigri á Lyngby. Egill er enn gjaldgengur með U17 en var að leika sinn fyrsta leik með U19.
Óhætt er að segja að aðstæður séu allar til fyrirmyndar hjá danska liðinu og ætti ekki að væsa um okkar drengi sem láta enda vel af dvöl sinni hjá FC Midtjylland. Æfingaaðstaða og umgjörð er fyrsta flokks en miklum fjármunum hefur verið varið í að byggja upp félagið á síðustu árum.