Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Knattspyrnudeild Þórs heldur um helgina 80. Goðamótið, en mótin hafa verið haldin árlega frá því að Boginn var opnaður snemma árs 2003, alla tíð undir merkjum Goða í samstarfi við Norðlenska.
Á mótinu núna um helgina eru það stúlkur í 5. flokki sem mætast. 9 félög mæta á mótið og er keppt frá því klukkan 15:00 á föstudegi og fram á miðjan dag á sunnudag.
Upplýsingar um Goðamótin má finna hér
Leikjadagskrár, riðla og deildir, úrslit leikja má svo finna í mótskerfinu hér: Goðamót 5.fl kvk (torneopal.com). Í mótakerfinu er hægt að skoða leikjadagskrár og úrslit eftir félögum, liðum, riðlum og deildum.
Næsta Goðamót er svo eftir áramót þegar stúlkur í 6. flokki mæta til leiks dagana 28.febrúar-2.mars