Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Aðalstjórn Þórs býður leikmönnum, starfsfólki, félagsfólki og velunnurum að mæta í Hamar á morgun, föstudaginn 6. janúar, þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2022 verður lýst.
Eins og áður hefur komið fram verður hin hefðbundna þrettándagleði ekki haldin í ár. Þess í stað stendur félagið fyrir verðlaunahátíðinni Við áramót þar sem okkar besta fólk verður heiðrað. Þá má einnig nefna að í þetta skipti verða ekki veitt nein heiðursmerki (gull, silfur, brons) þar sem endurnýjun stendur yfir í orðunefnd og verið er að endurskoða verklag við veitingu heiðursmerkja. Liður í því er að nú er hægt að senda inn ábendingar um heiðursmerki í gegnum valmyndina hér á forsíðu thorsport.is. Sjá nánar um það í eldri frétt.
Dagskrá (gæti breyst)
Félagið hvetur Íslandsmeistara og landsliðsfólk til að mæta á athöfnina, sem og alla iðkendur, félagsfólk og velunnara. Þrjú lið og tveir einstaklingar frá Þór og Þór/KA unnu Íslandsmeistaratitla á árinu, einn í hnefaleikum, einn í pílukasti og þrjú lið í fótboltanum.
Við eigum einnig landsliðsfólk í yngri landsliðum í handbolta, fótbolta og körfubolta, samtals er það 21 leikmaður, einn í handbolta, tvær í körfubolta og 18 leikmenn í fótbolta.
Hér má sjá nafnalista yfir Íslandsmeistara og landsliðsfólk - pdf-skjal.