Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Það blæs ekki byrlega fyrir okkar mönnum í körfuboltanum í úrslitakeppni 1.deildar eftir tap á heimavelli í kvöld gegn Fjölni.
Leiknum lauk með fimm stiga sigri gestanna sem leiddu leikinn lengstum en lokatölur urðu 104-109. Fjölnir leiðir þar með einvígið 2-0 en þrjá sigra þarf til að komast áfram.
Smelltu hér til að skoða tölfræðina úr leiknum.
Næsti leikur í einvíginu fer fram syðra þann 4.apríl næstkomandi og ljóst að ekkert annað en sigur dugir fyrir okkar menn til að halda tímabilinu gangandi.