Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Úrslitakeppnin í Bónusdeild kvenna hefst í kvöld þegar okkar konur taka á móti Val í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitunum. Félögin unnu hvort sinn leik í sjálfri deildarkeppninni fyrir tvískiptingu. Það má því búast við jöfnu og spennandi einvígi liðanna á næstu dögum.
Ætla sér alla leið
Heimasíðan tók púlsinn á Evu Wiium Elíasdóttur, fyrirliða Þórs sem hvetur alla til að mæta í höllina í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18:30. „Mér líst mjög vel á þetta verkefni. Það er mikill spenningur fyrir þessari keppni og ætlum við okkur langt. Markmiðið er að vinna þessa seríu á móti val, og síðan endurtaka það í næstu seríum þangað til við lyftum bikar,“ segir Eva.
Þurfa að fá fólkið með sér
Hún segir að ef liðið á að ná markmiðum sínum þá verði Þórsara að að mæta á völlinn og taka þátt. „Eins og ég hef alltaf sagt eru áhorfendurnir þeir mikilvægustu i höllinni, þau gefa okkur kraft og orku sem hefur komið okkur svona langt í vetur. Það er líka extra mikilvægt þar sem við erum fáar í okkar liði að allir Þórsarar mæta og hvetja okkur til sigurs. Ég þrífst á látum í höllinni og þetta gefur manni drifkraft sem er ómetanlegur.“
Haukar eða Grindavík bíða
Næstu leikir verða síðan laugardaginn 5. apríl í Reykjavík, miðvikudaginn 9. apríl á Akureyri og svo ef þarf, sunnudaginn 13. apríl í Reykjavík og miðvikudaginn 16. apríl á Akureyri.
Vinna þarf þrjá leiki til að fara áfram í undanúrslit Íslandsmótsins. Sigurlið einvígisins mætir sigurliðinu úr einvígi deildarmeistara Hauka og Grindavíkur.