Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
KA/Þór á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Arnar Péturssonar, landsliðsþjálfara fyrir lokaleikina í EM í handbolta kvenna. Það eru þær Rut Jónsdóttir, Unnur Ómarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir. Allar eru þær að sjálfsögðu lykilmenn í liði KA/Þórs.
Grípum niður í frétt Skapta Hallgrímssonar, blaðamanns og eigenda www.akureyri.net
Þrír leikmenn KA/Þórs eru í landsliðshópi Arnars Péturssonar fyrir tvo síðustu leikina í riðlakeppni EM í handbolta; Rut Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir voru valdar að vanda og Rakel Sara Elvarsdóttir er nú í lokahópnum. Hún var í æfingahópi fyrir síðustu landsleikjatörn en ekki í endanlegum hópi.
Ísland mætir Svíþjóð á Ásvöllum í Hafnarfirði miðvikudaginn 20. apríl og síðan Serbíu ytra laugardaginn 23. apríl. Þegar er ljóst að leikurinn í Serbíu verður úrslitaleikur um annað sætið í riðlinum og þar með farseðil á Evrópumótið í nóvember.
Leikmennirnir sem Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, valdi fyrir leikina tvo eru þessir; leikir og mörk í sviga:
Markverðir
Aðrir leikmenn
Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.