Þrjár frá KA/Þór í A-landsliði kvenna

Rut Jónsdóttir er lykilmaður í KA/Þór og íslenska landsliðinu
Rut Jónsdóttir er lykilmaður í KA/Þór og íslenska landsliðinu

KA/Þór á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Arnar Péturssonar, landsliðsþjálfara fyrir lokaleikina í EM í handbolta kvenna. Það eru þær Rut Jónsdóttir, Unnur Ómarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir. Allar eru þær að sjálfsögðu lykilmenn í liði KA/Þórs.

Grípum niður í frétt Skapta Hallgrímssonar, blaðamanns og eigenda www.akureyri.net

Þrír leikmenn KA/Þórs eru í landsliðshópi Arnars Péturssonar fyrir tvo síðustu leikina í riðlakeppni EM í handbolta; Rut Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir voru valdar að vanda og Rakel Sara Elvarsdóttir er nú í lokahópnum. Hún var í æfingahópi fyrir síðustu landsleikjatörn en ekki í endanlegum hópi.

Ísland mætir Svíþjóð á Ásvöllum í Hafnarfirði miðvikudaginn 20. apríl og síðan Serbíu ytra laugardaginn 23. apríl. Þegar er ljóst að leikurinn í Serbíu verður úrslitaleikur um annað sætið í riðlinum og þar með farseðil á Evrópumótið í nóvember.

Leikmennirnir sem Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, valdi fyrir leikina tvo eru þessir; leikir og mörk í sviga:

Markverðir

  • Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringköbing Håndbold (37/1)
  • Hafdís Renötudóttir, Fram (34/1)

Aðrir leikmenn

  • Andrea Jacobsen, Kristianstad (29/30)
  • Elísa Elíasdóttir, ÍBV (4/0)
  • Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (12/12)
  • Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (49/80)
  • Hildigunnur Einarsdóttir, Val (88/98)
  • Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK (3/7)
  • Karen Knútsdóttir, Fram (104/370)
  • Lovísa Thompson, Val (27/64)
  • Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór (3/2)
  • Rut Jónsdóttir, KA/Þór (106/223)
  • Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (10/30)
  • Steinunn Björnsdóttir, Fram (36/50)
  • Sunna Jónsdóttir, ÍBV (65/50)
  • Thea Imani Sturludóttir, Val (52/82)
  • Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (36/41)
  • Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (111/327)

Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.