Eva með stórleik í sögulegum landsliðssigri!

Eva Wium í Þórsbúningnum. Mynd: Akureyri.net
Eva Wium í Þórsbúningnum. Mynd: Akureyri.net
U20 ára landslið Íslands í kvennakörfubolta vann í dag sinn nærst stærsta sigur frá upphafi þegar liðið vann  43 stiga sigur á Írum, 88-45, í milliriðli í B-deild Evrópumótsins. 

Íslensku stelpurnar töpuðu naumlega á móti Tékkum í gær og þurftu tuttugu stiga sigur til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Þeir sem glöggir eru í stærðfræðinni átta sig á verkefni tókst og töluvert betur en það!

Okkar kona Eva Wiium Elíasdóttir er ein af lykilkonum landsliðsins og sýndi það heldur betur í dag. Hún  skoraði 21 stig á 24 mínútum og 75% skotnýtingu, var einnig með 8 fráköst og 3 stoðsendingar.

Okkar stelpur eiga enn möguleika á að komast upp í A-deild þar sem þrjár efstu þjóðirnar fara upp. Íslensku stelpurnar mæta annað hvort Belgíu eða Hollandi í undanúrslitunum en sigur þar tryggir liðinu sæti í A-deild auk þess að koma þeim í úrslitaleikinn