Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 20 manna hóp til þátttöku í Telki Cup æfingamóti sem fram fer í Ungverjalandi dagana 12.-18.ágúst næstkomandi.
Í hópnum eru fjórir Þórsarar; þeir Ásbjörn Líndal Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson, Sigurður Jökull Ingvason og Sverrir Páll Ingason. Ekkert félag á fleiri leikmenn í hópnum en Þór en næst á eftir er ÍA með 3 leikmenn, AGF í Danmörku með 2 leikmenn líkt og Breiðablik og Leiknir Reykjavík.
Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.
Leikið verður í Búdapest og mun íslenska liðið leika gegn jafnöldrum sínum frá Ítalíu, Kóreu og heimamönnum í Ungverjalandi.
Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu.