Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Um helgina er ansi mikið um að vera hjá fótboltafólki Þórs og verður spilaður fótbolti í Boganum frá morgni til kvölds næstu dagana.
Síðasta Goðamót vetrarins fer fram í Boganum þar sem stelpur úr 6.flokki, hvaðanæva af landinu munu spreyta sig og mun Þór tefla fram sex liðum skipuðum 40 stelpum sem hafa æft af krafti í allan vetur.
Um er að ræða 70.mótið í Goðamótaröðinni sem hefur reynst félaginu ansi dýrmæt.
Á laugardag verða sömuleiðis sex Þórslið úr 5.flokki karla að taka þátt í Stefnumóti sem fram fer á KA-vellinum.
Þá verða 3.flokkar félagsins einnig á fleygiferð þar sem Íslandsmótið er í fullum gangi og verður eitt lið frá Þór í 3.flokki karla í tveggja leikja verkefni í Reykjavík á sama tíma og jafnaldrar þeirra úr Þór/KA verða með tvö lið í Reykjavík.
Rúsínan í pylsuendanum er svo úrslitaleikur Kjarnafæðismótsins sem fram fer í Boganum á laugardagskvöldið klukkan 19:30 þar sem Þór mætir KA. Á sunnudag mætast svo 2.flokkslið félaganna í æfingaleik.
Dagskrá helgarinnar
Föstudagur 1.apríl
14:30-19:00 Goðamót 6.flokks kvenna (Boginn)
20:00 Þróttur R. – Þór/KA 2 3.flokkur kvenna Íslandsmót (Þróttarvöllur)
Laugardagur 2.apríl
09:30-16:10 Goðamót 6.flokks kvenna (Boginn)
12:20-19:30 Stefnumót 5.flokks karla (KA-völlur)
12:00 Breiðablik/Augnablik – Þór/KA 3.flokkur kvenna Íslandsmót (Fagrilundur)
15:00 Breiðablik 2 – Þór 3.flokkur karla Íslandsmót (Fagrilundur)
16:00 Fjölnir – Þór/KA 2 3.flokkur kvenna Íslandsmót (Fjölnisvöllur)
19:30 Þór – KA Meistaraflokkur karla (Boginn)
Sunnudagur 3.apríl
09:00-13:40 Goðamót 6.flokks kvenna (Boginn)
11:30 FH/ÍH – Þór/KA 3.flokkur kvenna Íslandsmót (Skessan)
14:00 Víkingur R. – Þór 3.flokkur karla Íslandsmót (Víkingsvöllur)
15:30 Þór-KA 2.flokkur karla Æfingaleikur (Boginn)
Leikjaplan Goðamótsins má nálgast með því að smella hér.
Leikjaplan Stefnumótsins má nálgast með því að smella hér.