Fótboltaviðburðir frá morgni til kvölds alla helgina

Goðamótin eru orðin 70 talsins
Goðamótin eru orðin 70 talsins

Um helgina er ansi mikið um að vera hjá fótboltafólki Þórs og verður spilaður fótbolti í Boganum frá morgni til kvölds næstu dagana.

Síðasta Goðamót vetrarins fer fram í Boganum þar sem stelpur úr 6.flokki, hvaðanæva af landinu munu spreyta sig og mun Þór tefla fram sex liðum skipuðum 40 stelpum sem hafa æft af krafti í allan vetur.

Um er að ræða 70.mótið í Goðamótaröðinni sem hefur reynst félaginu ansi dýrmæt.

Á laugardag verða sömuleiðis sex Þórslið úr 5.flokki karla að taka þátt í Stefnumóti sem fram fer á KA-vellinum.

Þá verða 3.flokkar félagsins einnig á fleygiferð þar sem Íslandsmótið er í fullum gangi og verður eitt lið frá Þór í 3.flokki karla í tveggja leikja verkefni í Reykjavík á sama tíma og jafnaldrar þeirra úr Þór/KA verða með tvö lið í Reykjavík.

Rúsínan í pylsuendanum er svo úrslitaleikur Kjarnafæðismótsins sem fram fer í Boganum á laugardagskvöldið klukkan 19:30 þar sem Þór mætir KA. Á sunnudag mætast svo 2.flokkslið félaganna í æfingaleik.

Dagskrá helgarinnar

Föstudagur 1.apríl

14:30-19:00 Goðamót 6.flokks kvenna (Boginn)

20:00 Þróttur R. – Þór/KA 2 3.flokkur kvenna Íslandsmót (Þróttarvöllur)

 

Laugardagur 2.apríl

09:30-16:10 Goðamót 6.flokks kvenna (Boginn)

12:20-19:30 Stefnumót 5.flokks karla (KA-völlur)

12:00 Breiðablik/Augnablik – Þór/KA 3.flokkur kvenna Íslandsmót (Fagrilundur)

15:00 Breiðablik 2 – Þór 3.flokkur karla Íslandsmót (Fagrilundur)

16:00 Fjölnir – Þór/KA 2 3.flokkur kvenna Íslandsmót (Fjölnisvöllur)

19:30 Þór – KA Meistaraflokkur karla (Boginn)

 

Sunnudagur 3.apríl

09:00-13:40 Goðamót 6.flokks kvenna (Boginn)

11:30 FH/ÍH – Þór/KA 3.flokkur kvenna Íslandsmót (Skessan)

14:00 Víkingur R. – Þór 3.flokkur karla Íslandsmót (Víkingsvöllur)

15:30 Þór-KA 2.flokkur karla Æfingaleikur (Boginn)

Leikjaplan Goðamótsins má nálgast með því að smella hér.
Leikjaplan Stefnumótsins má nálgast með því að smella hér.