Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Linda Guðmundsdóttir, íþróttafulltrúi Þórs, kynnti verkefnið Heil-inn fyrir fulltrúum barna- og unglingaráða aðildarfélaga KSÍ um liðna helgi.
Knattspyrnusamband Íslands stóð um liðna helgi fyrir ráðstefnunni Deilum því sem vel er gert. Þar komu saman fulltrúar frá barna- og unglingaráðum aðildarfélaga og aðrir sem tengjast starfi yngri flokka. Fram kemur í frétt á vef KSÍ að markmiðið með ráðstefnunni hafi verið að félögin myndu læra hvert af öðru og koma af stað samtali sín á milli. Annað markmið sé síðan að gefin verði út handbók um starfsemi barna- og unglingaráða. Þar er einnig að finna tengla inn á myndbönd og glærur og nánari fróðleik um ráðstefnuna. Meðal umfjöllunarefna á ráðstefnunni má nefna hlutverk yfirþjálfara yngri flokka, dómaramál, starf sjálfboðaliða, fjáröflunarverkefni og netfjáröflun, mótamál og skipulag móta, svo eitthvað sé nefnt.
Mörg fróðleg erindi voru flutt á ráðstefnunni, eins og sjá má af dagskrá hennar í áðurnefndri frétt. Á meðal fyrirlesara var Linda Guðmundsdóttir, íþróttafulltrúi Þórs, sem sagði frá hugarþjálfunarverkefni fyrir íþróttafólk og þjálfara innan félagsins. Eftir hugmyndavinnu, undirbúning og markaðsvinnu var farið af stað með fyrirlestraröð í samstarfi við Haus hugarþjálfun í lok árs 2021, en síðan gerðar breytingar á verkefninu og haldið áfram með breyttum forsendum í samstarfi við Kjartan Sigurðsson hugarfarsþjálfara í október 2022.
Smellið á myndina til að opna pdf-skjal með glærum úr fyrirlestri Lindu.