Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór2 mætti liði Dalvíkur/Reynis í riðli 1 í A-deild karla í Kjarnafæðismótinu í gærkvöld. Sprækir Þórsarar unnu 3-1.
Þó sigurinn hafi verið nokkuð öruggur er ekki þar með sagt að leikmenn Dalvíkur/Reynis hafi skort færi, þau komu á báða bóga. Atli Þór Sindrason kom Þórsurum yfir á besta tíma, lokamínútu fyrri hálfleiks. Þórsarar komust í 3-0 með mörkum frá Bjarma Má Eiríkssyni og öðru marki frá Atla Þór áður en Númi Kárason minnkaði muninn í 3-1 úr vítaspyrnu.
Eins og í fyrri leikjum tefldu Þórsarar fram mjög ungu liði, en leikmenn sem komu við sögu í leiknum eru fæddir á árunum 2004-2008.
Dalvík/Reynir - Þór2
45. mín.: 0-1 - Atli Þór Sindrason
57. mín.: 0-2 - Bjarmi Már Eiríksson
60. mín.: 0-3 - Atli Þór Sindrason
80. mín.: 1-3 - Númi Kárason (v).
Leikskýrslan á vef KSÍ.
Mótið á vef KSÍ.
Þetta var lokaleikur Dalvíkur/Reynis í riðlinum, en Þór2 á eftir að mæta liði Völsungs, sem verður hreinn úrslitaleikur um 2. sætið í riðlinum. Dalvík/Reynir, Völsungur og Þór2 eru öll með fjögur stig. Þór2 og Völsungur mætast í Boganum laugardaginn 4. febrúar kl. 17. Það lið sem vinnur fer upp í sjö stig og í 2. sæti riðilsins. Þórsurum myndi hins vegar ekki nægja jafntefli þar sem markamunur Völsungs er hagstæðari upp á eitt mark.
Leikur Völsungs og Þórs2 átti að vera í janúarmánuði en var frestað. Því miður verður honum ekki streymt á Þór TV þar sem þessi breytti leiktími þýðir að hann stangast á við leik Þórs og Ármanns í 1. deild karla í körfuknattleik (laugardagur kl. 16).