Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór vann Völsung í lokaleik liðsins í B-riðli A-deildar Kjarnafæðismótsins í kvöld. Boðið var upp á markaveislu, alls 13 mörk og 11-2 sigur niðurstaðan.
Það bar helst til tíðinda í fyrri hálfleiknum að Þórsarar skoruðu fjögur mörk á um sex mínútna kafla, eftir að þeir komust í 1-0 á 10. mínútu og staðan orðin 5-0 eftir um 18 mínútna leik. Níu mörk voru skoruð í fyrri hálfleiknum og staðan 8-1, en heldur rólegra í þeim seinni þegar Þórsarar bættu við þremur mörkum og Húsvíkingar einu. Einar Ísfjörð Sigurpálsson, markvörður Völsungs, varði síðan vítaspyrnu eftir að staðan var orðin 11-2.
Með sigrinum lýkur Þórsliðið keppni í riðlinum með fullu húsi stiga og markatöluna 22-2. Mörkin tvö sem Húsvíkingar skoruðu voru þau fyrstu sem liðið fær á sig í mótinu.
Þór - Völsungur 11-2 (8-1)
Umfjöllun um leikinn má einnig finna á vef Knattspyrnudómarafélags Norðurlands - sjá hér.
Þór og Völsungur ganga til leiks. Mynd: KDN.