Körfubolti: Tap í Hafnarfirði og Haukar narta í hæla Þórsara

Okkar konum í körfuboltanum tókst ekki að krækja í sigur styrkja stöðuna í efri hluta deildarinnar þegar þær mættu Haukum í Hafnarfirði í 16. umferð Subway-deildarinnar. Haukar sigruðu með 11 stigum og eru nú aðeins einum sigri fátækari en Þórsliðið.

Haukar tóku frumkvæðið undir miðjan fyrsta leikhluta og náðu mest 12 stiga forskoti, en munurinn sjö stig að honum loknum. Segja má að leikurinn hafi verið í járnum eftir það og munurinn lengst af 5-10 stig út fyrri hálfleikinn og staðan 42-35 í leikhléi. Heimakonur í Hafnarfirðinum höfðu áfram frumkvæðið í þriðja leikhluta, héldu forskotinu og náðu mest 12 stiga forystu fyrir fjórða leikhlutann. Sama var uppi á teningnum í fjórða leikhlutanum. Okkar konum tókst ekki að ná áhlaupi til að vinna upp muninn og undir lokin juku Haukakonur forskotið, en niðurstaðan að lokum 11 stiga sigur Hafnfirðinga.

Haukar - Þór (24-17) (18-18) 42-35 (15-14) (27-24) 84-73

Stig/fráköst/stoðsendingar

Haukar: Keira Robinson 20/8/9, Tinna Alexandersdóttir 19/2/2, Lovísa Björt Henningsdóttir 8/3/1, Þóra Kristín Jónsdóttir 7/3/7, Sólrún Gísladóttir 7/0/1, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 6/4/0, Rósa Björk Pétursdóttir 6/2/1, Anna Soffía Lárusdóttir 6/1/1, Hanna Þráinsdóttir 5/4/1.

Þór: Lore Devos 18/3/7, Maddie Sutton 17/14/6, Eva Wium Elíasdóttir 12/2/2, Jovanka Ljubetic 9/4/0, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 9/1/0, Hrefna Ottósdóttir 8/3/0, Heiða Hlín Björnsdóttir 0/4/0, Rebekka Hólm Halldórsdóttir 0/1/0. 

Helstu tölur - smellið á myndina til að skoða ítarlega tölfræði á vef KKÍ.

Þessi úrslit þýða að nú munar aðeins einum sigri á Þór og Haukum þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir, en Valur er áfram með fimm sigra eftir að hafa tapað fyrir Snæfelli á heimavelli í kvöld.

Áður en kemur að næsta leik í deildinni er hins vegar komið að gríðarlega mikilvægum leik í átta liða úrslitum VÍS-bikarsins þar sem sæti í úrslitahelgi bikarkeppninnar er í húfi.

Næst

  • Mót: VÍS-bikarinn
  • Leikur: Þór - Stjarnan
  • Staður: Íþróttahöllin á Akureyri
  • Dagur: Laugardagur 20. janúar
  • Tími: 18:00

Þarnæst

  • Mót: Subway-deildin
  • Leikur: Þór - Grindavík
  • Staður: Íþróttahöllin á Akureyri
  • Dagur: Þriðjudagur 23. janúar
  • Tími: 18:15