Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór mætir Stjörnunni í átta liða úrslitum VÍS-bikarkeppni kvenna í körfubolta í dag kl. 18. Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri. Sigurliðið fer í undanúrslit sem spiluð eru í Laugardalshöllinni um miðjan mars.
Það þarf varla að endurtaka fyrir körfuboltaáhugafólki að Þór og Stjarnan hafa mæst óvenju oft undanfarna mánuði, en liðin börðust um sigur í 1. deildinni í vor og fengu bæði sæti í Subway-deildinni. Stjarnan hefur unnið fleiri leiki í deildinni í vetur, en liðið situr nú í 3. sætinu, hefur unnið níu leiki af 14, en Þór er í 5. sætinu með sjö sigra í 14 leikjum. Það á þó auðvitað ekki að skipta máli í kvöld þegar liðin mætast í bikarleik og allt er undir, annað liðið áfram og hitt úr leik.
Í öðrum leikjum átta liða úrslitanna mætast Haukar og Keflavík, Valur og Grindavík og Njarðvík mætir Hamri/Þór, eina liðinu úr 1. deild náði í átta liða úrslitin.
Þór vann Aþenu í 16 liða úrslitunum, en Stjarnan vann Snæfell.
Ástæða er til að hvetja stuðningsfólk til að fjölmenna í Höllina og styðja stelpurnar því það eitt getur gert útslagið um það hvoru megin sigurinn lendir.