Körfubolti: Þór tekur á móti Grindavík

Þór og Grindavík mætast í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld kl. 18:15, í næstsíðustu umferð deildarinnar áður en henni verður skipt í efri og neðri hluta.

Grindavík er í 4. sæti deildarinnar og hefur tryggt sér sæti í efri hlutanum. Þór er í 5. sætinu og þarf á sigri að halda því Haukar hafa rétt úr kútnum að undanförnu, eru í 6. sætinu og eru aðeins einum sigri á eftir Þór. Bæði lið eiga tvo leiki eftir.

Heimavöllurinn hefur verið gjöfull hjá Þórsliðinu í vetur enda stuðningurinn verið meiriháttar í heimaleikjunum það sem af er tímabili og aðeins einu liði sem tekist hefur að vinna hér fyrir norðan í deildinni og bikarkeppninni. Þórsliðið stefnir að sjálfsögðu að því halda þessu góðu gengi á heimavelli áfram, með hjálp stuðningsfólks.

  • Mót: Subway-deild kvenna
  • Leikur: Þór - Grindavík
  • Staður: Íþróttahöllin á Akureyri
  • Dagur: Þriðjudagur 23. janúar
  • Tími: 18:15

Við minnum aftur á treyjusölu Macron fyrir Grindvíkinga - sjá í annarri frétt hér.