Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór vann Þrótt úr Vogum með fjögurra stiga mun í 1. deild karla í körfubolta og eygir von um að færa sig upp um eitt til tvö sæti áður en deildarkeppninni lýkur og úrslitakeppni deildarinnar hefst.
Þróttarar höfðu yfirhöndina lengst af fyrsta leikhluta, en Þórsarar náðu að jafna og komast yfir í lok leikhlutans. Þróttarar náðu aftur forystu um miðjan annan leikhluta, en aftur jöfnuðu Þórsarar og komust yfir rétt áður en fyrri hálfleik lauk. Þórsarar bættu svo í forystuna í þriðja leikhluta, voru komnir með 14 stiga forskot, en gestirnir minnkuðu muninn jafnt og þétt út þriðja leikhluta og áfram fram í miðjan fjórða leikhluta. Þeir náðu forystunni í stutta stund undir lokin, en gott leikhlé hjá þjálfurum Þórs skilaði góðum lokakafla og fjögurra stiga sigri.
Reynir Róbertsson skoraði mest Þórsara, 33 stig, Harrison Butler kom næstur með 26 stig, en hann, Jason Gigliotti og Baldur Örn Jóhannesson skiptu fráköstunum næstum jafnt á milli sín. Baldur spilaði reyndar mun minna en hinir því hann fór af velli með fimm villur undir lok þriðja leikhluta.
Þór - Þróttur V. (26-25) (20-19) 46-44 (23-17) (30-34) 99-95
Þór: Reynir Róbertsson 33/4/2, Harrison Butler 26/12/2, Jason Gigliotti 15/12/0, Baldur Örn Jóhannesson 11/10/3, Smári Jónsson 7/1/1, Michael Walcott 5/2/0, Hákon Hilmir Arnarsson 2/0/0.
Þróttur V.: Magnús Traustason 23/9/4, Ingvi Þór Guðmundsson 23/8/7, Arnaldur Grímsson 19/18/2, Alex Rafn Guðlaugsson 10/7/3, Magnús Pétursson 3/1/0, Nökkvi Már Nökkvason 1/2/3.
Þórsarar hafa unnið átta leiki, eins og ÍA sem á leik gegn Ármanni á sunnudag. Þar fyrir ofan koma Þróttur V. með níu sigra og Skallagrímur með tíu.
Leikirnir sem Þór á eftir: Ármann (h), Sindri (ú), Skallagrímur (h).
Þór - Þróttur V. (26-25) (20-19) 46-44 (23-17)