Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Danski miðjumaðurinn Marc Rochester Sorensen er genginn til liðs við Þór og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni á komandi sumri.
Marc er þrítugur að aldri og reynslumikill leikmaður sem hefur á ferli sínum leikið 99 leiki í dönsku úrvalsdeildinni, flesta með Silkeborg.
Marc kemur til Þórs frá Öster í Svíþjóð þar sem hann lék með liðinu í sænsku B-deildinni á síðustu leiktíð undir stjórn Srdjan Tufegdzic, fyrrum þjálfara KA og Vals.
Hann var í lykilhlutverki í liði Öster sem hafnaði í 3.sæti deildarinnar; lék 26 leiki og skoraði í þeim fimm mörk auk þess að eiga þrjár stoðsendingar en Marc var varafyrirliði liðsins.
„Það má segja að Marc tikki í öll þau box sem við vorum að leita að, hann er skapandi miðjumaður eða sóknarmaður og á þeim aldri sem sárlega vantar í okkar leikmannahóp. Marc hefur spilað í stórum félögum í bæði í Danmörku og Svíþjóð og við teljum að hann eigi eftir að hjálpa okkar yngri leikmönnum mikið með leiðtogahæfni sinni,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs.
Marc mætir til Akureyrar um helgina og verður klár í fyrsta leik í Lengjubikar sem verður gegn Keflavík í Boganum sunnudaginn 12.febrúar næstkomandi.
Þremur dögum áður, eða þann 9.febrúar verður stuðningsmannakvöld í Hamri þar sem stuðningsmönnum gefst kostur á að fá frekari kynningu á liðinu og komandi leiktíð.
Við bjóðum Marc velkominn í Þorpið!