Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
20 ungir og efnilegir pílukastarar mættu til leiks og þar af voru 7 keppendur frá píludeild Þórs.
Í flokki drengja á aldrinum 14-18 ára voru tveir keppendur frá píludeild Þórs, Aron Stefánsson og Snæbjörn Ingi. Þeir unnu báðir sína leiki í 8 manna úrslitum og mættust svo í undanúrslitum. Þar hafði Aron betur, 3-2, í hörkuleik. Aron gerði sér svo lítið fyrir og sigraði úrslitaleikinn 4-2. Vel gert hjá Aroni og var hann vel að þessum sigri kominn enda búinn að kasta vel síðustu mánuði.
Í flokki drengja á aldrinum 9-13 ára voru þrír keppendur frá píludeild Þórs, Björn Helgi, Hlynur Orri og Heiðar Ingi. Það var á brattann að sækja fyrir þessa drengi enda öflugir pílukastarar í þessum flokki. Hlynur Orri og Heiðar Ingi duttu út í 8 manna úrslitum en Björn Helgi fór lengst þeirra en hann tapaði 3-1 fyrir Kára Vagni í undanúrslitum. Gaman að segja frá því að Kári Vagn keppti í Sjallanum seinna um kvöldið í úrvalsdeildinni í pílukasti. Flottur árangur hjá þessum drengjum og hafa þeir mætt vel á æfingar hjá píludeild Þórs.
Í stúlknaflokki voru fjórar skráðar til leiks, þar af tvær frá píludeild Þórs, Hrefna Lind og Aþena Ósk. Drengir og stúlkur kepptu saman í riðli og mættust svo stúlkurnar í úrslitaleik í sínum aldursflokki. Í eldri aldursflokkinum mættust Hrefna Lind og Nadía í úrslitum og var það Nadía sem bar sig úr býtum. Í yngri aldursflokki voru það Aþena Ósk og Elín sem mættust. Aþena sigraði úrslitaleikinn örugglega 3-0.
Óskum sigurvegurum í fjórðu umferð í Dartung innilega til hamingju með sigurinn um helgina!
Hér er hægt að skoða úrslit allra leikja.