Nú er komið aftur að því að píludeild Þórs haldi fyrirtækjamót, en það var síðast haldið fyrir tveimur árum og lofar píludeildin góðri skemmtun. Spilað verður á fimmtudögum, skráningarfrestur til 12. febrúar.
Helstu atriði varðandi fyrirkomulag:
- Spilað verður á fimmtudagskvöldum, fyrst spilað í riðlum og svo útsláttarkeppni.
- Keppt er í 501 tvímenningi, krikket tvímenningi og 501 og 301 einmenningi.
- Reglur eru svipaðar og áður og verða keppendur að vera starfandi hjá fyrirtækinu til að geta keppt fyrir hönd þess. Þó er leyfilegt að fá 1-2 lánsmenn á hverju keppniskvöldi ef erfiðlega gengur að manna liðið.
- Lágmarksfjöldi keppenda á hverju kvöldi er fjórir og er mælt með að ekki séu fleiri en átta keppendur í hverju liði á keppniskvöldi.
- Skráning fer fram í gegnum netfangið pila@thorsport.is.
- Þátttökugjaldið er 25.000 krónur á lið.
- Skráningarfrestur er til 12. febrúar.
- Mótið hefst fimmtudagskvöldið 15. febrúar.
Ríkjandi meistarar er lið Kjarnafæðis.