Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Pollamót Þórs í körfubolta fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri á morgun, laugardaginn 30. september.
Keppt er í tveimur flokkum karla, 25-39 ára og 40+, og einum flokki kvenna, 20+. Alls eru 25 lið skráð til keppni, 20 karlalið og fimm kvennalið. Húsið verður opnað kl. 9 og fyrstu leikir hefjast kl. 9:30. Síðustu leikir hefjast kl. 18. Leikjadagskrána má sjá á myndunum hér að neðan, en upplýsingum er einnig miðlað á Facebook-síðu mótsins.
Mótinu lýkur með dýrindis kvöldverði og skemmtun í Íþróttahöllinni sem hefst kl. 19. Þar verður verðlaunaafhending, skemmtiatriði, Stebbi Jak og DJ Lilja mæta, pílukast, uppboð og tónlist.
Á meðan á móti stendur geta keppendur, gestir og aðrir boðið í áritaðar keppnistreyjur Valsarans Kristfers Acox og Þórsarans Tryggva Snæs Hlinasonar, sem og kúrekahatt áritaðan af Pavel Ermolinski.