Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Rekstur Íþróttafélagsins Þórs gekk vel miðað við aðstæður árið 2021. Covid setti strik í reksturinn hjá aðalstjórn en þó sérstaklega hjá deildum félasins sem gátu ekki haldið viðburði, mót og á löngum köflum ekki tekið við áhorfendum.
Hagnaður Íþróttafélagsins Þórs á samstæðunni á árinu 2021 nam kr. 20.850.053. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins kr. 180.819.783, bókfært eigið fé í árslok er kr. 148.123.550 og er eiginfjárhlutfall félagsins 82%.
Á þessum tölum sést að reksturinn er traustur. Félagið er samt sem áður enn að vinna í eftirstöðvum Covid og því fjárhagslega höggi sem faraldurinn olli. Margir styrktarsamningar eru í dag bara brot af því sem þeir voru fyrir covid og sumir þeirra hafa alveg dottið út. Árið 2022 fer í að koma rekstrinum á þann stað sem við viljum sjá hann.