Samantekt á Ragnarsmótinu í handbolta

Kristján Gunnþórsson (t.v) og Hafþór Vignisson með einn leikmann Hauka í gjörgæslu á Ragnars mótinu.
Kristján Gunnþórsson (t.v) og Hafþór Vignisson með einn leikmann Hauka í gjörgæslu á Ragnars mótinu.

 Síðastliðinn miðvikudag fór leikmannahópur handknattleiksdeildar Þórs á Selfoss þar sem árlega Ragnarsmótið var haldið. Þór spilaði sinn fyrsta leik á miðvikudaginn gegn ÍBV en leikurinn var að stórum hluta spilaður af yngri drengjum beggja liða en hálfleiksstaða var 21-14 fyrir ÍBV en eyjamenn héldu góðri forystu og sigruðu leikinn 39-30. Markahæstur Þórsara var Heiðmar Örn Björgvinsson með 7 mörk og jafnir með 5 mörk voru þeir Kristján Gunnþórsson og Leó Friðriksson.

Á fimmtudaginn mættu Þórsarar Víkingum en þá voru bæði lið að mestu fullmönnuð og þar með var hörku leikur í vændum, Þórsarar byrjuðu leikinn betur og fóru inn í hálfleikinn 18-15 yfir. Í seinni hálfleik dafnaði leikur Þórsara en Víkingar sigruðu leikinn 33-31 eftir baráttuleik. Markahæstur Þórsara var Oddur Gretarsson með 11 mörk en á eftir honum var Hafþór Vignisson með 6 mörk og með 5 mörk var Aron Hólm Kristjánsson.

Síðasti leikur Þórs var svo á laugardaginn gegn Haukum u en lítil spenna var í þessum leik en hálfleikstölur voru 17-11 Þórsurum í vil, strax í byrjun seinni hálfleiks fóru Þórsarar almennilega í gang og röðuðu inn mörkunum ásamt því lokaði Kristján Páll Steinsson markinu en ásamt því að verja 13 skot (44%) þá skoraði hann líka 2 mörk en lokatölur voru 38-21 fyrir Þórsurum og markahæstur var aftur Oddur Gretarsson með 11 mörk, næstur á eftir honum var Arnór Þorri Þorsteinsson með 6 mörk en 11 leikmönnum Þórs tókst að skora í leiknum. Næst á dagskrá er Grill66 deildin en hún byrjar eftir tæpann mánuð.