Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Lokahóf meistaraflokks Þórs/KA fór fram á laugardag, en lokaleikur liðsins var á útivelli gegn FH síðdegis á föstudag. Á lokahófinu fór fram hefðbundið uppgjör með þökkum, gjöfum og verðlaunaveitingum.
Fern leikmannaverðlaun voru veitt á lokahófinu. Sandra María Jessen var kjörin besti leikmaðurinn, Amalía Árnadóttir efnilegust og Tahnai Annis verðlaunuð sem leikmaður leikmannanna, liðsfélaginn. Stjórn Þórs/KA veitir Kollubikarinn í minningu Kolbrúnar Jónsdóttur. Agnes Birta Stefánsdóttir fékk Kollubikarinn 2023. Nánar verður fjallað um afhendingu Kollubikarsins í sér frétt.
Nánar hér: Sandra María best, Amalía efnilegust | Þór/KA (thorka.is)
Besti leikmaður 2023: Sandra María Jessen. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Efnilegasti leikmaður 2023: Amalía Árnadóttir. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Kollubikarinn 2023: Agnes Birta Stefánsdóttir. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Leikmaður leikmannanna 2023: Tahnai Annis. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Karen María Sigurgeirsdóttir og Dóra Sif Sigtryggsdsóttir formaður. Karen María fékk afhenta Þór/KA treyju fyrir 100 meistaraflokksleiki fyrir félagið, sbr. frétt fyrr í haust: Karen María komin með 100 leiki fyrir Þór/KA | Þór/KA (thorka.is).
Sandra María Jessen og Dóra Sif Sigtryggsdsóttir formaður. Sandra María fékk afhenta Þór/KA treyju fyrir 200 meistaraflokksleiki fyrir félagið, sbr. frétt fyrr í haust: Sandra María með 200 leiki fyrir Þór/KA | Þór/KA (thorka.is)