Sigur með síðustu spyrnu leiksins

Þór/KA2 mætti liði Völsungs í Kjarnafæðismótinu í kvöld og vann 2-1.

Völsungsliðið var fámennt og fékk því lánaða fjóra leikmenn frá Þór/KA. Bríet Jóhannsdóttir kom Þór/KA2 yfir á 21. mínútu með langskoti. Staðan 1-0 í leikhléinu. Völsungur náði að jafna á 62. mínútu þegar leikmaður Þórs/KA varð fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net.

Uppgjöf er samt ekki til í orðabókinni hjá okkar stelpum. Þær héldu áfram að berjast og uppskáru loksins í uppbótartímanum. Anna Guðný Sveinsdóttir fékk þá boltann ein og óvölduð vinstra megin í teignum og skoraði af stuttu færi. Þetta var síðasta spyrna leiksins, eða svo gott sem því þegar Völsungur byrjaði á miðju eftir markið flautaði dómarinn leikinn af.

Sigur í höfn, 2-1, í lokaleik Þórs/KA2 í mótinu. Liðið endar með níu stig, vann þrjá leiki, en tapaði einungis innbyrðis viðureigninni við hitt Þór/KA liðið.

Nánar á thorka.is.