Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Sigur og tap í körfuboltaleikjum dagsins
Kvennalið Þórs skellti KR á Meistaravöllum í dag með fjórum stigum en karlaliðið tapaði á sama tíma fyrir Ármanni.
Leikur Þórs og KR var jafn og spennandi allan tímann og skiptust liðin á að leiða eða fimm sinnum alls. Heimakonur náðum mest 12 stiga forskoti en Þór náði mest 8 stiga forskoti.
Staðan í hálfleik var jöfn 38:38.
Þór vann svo þriðja leikhlutann með tveimur stigum 20:22 og fjórða leikhlutann einnig með tveimur stigum 21:23 og lokatölur urðu 79:83 Þór í vil.
Í liði KR bar Violet Morrow af en hún skoraði 31 stig og tók 16 fráköst. Þá voru þær Fanney Ragnarsdóttir og Perla Jóhannsdóttir með 11 stig hvor.
Í liði Þórs var Maddie stigahæst með 22 stig og 13 fráköst og þá átti Tuba Poyraz nýr leikmaður Þórs flotta innkomu en hún skoraði 19 stig og tók 14 fráköst. Eva Wium var með 17 stig Hrefna Ottósdóttir var með 16.
Með sigrinum skaust Þór upp í annað sæti deildarinnar með 22 stig líkt og Snæfell sem á þó leik til góða.
Stöðuna má sjá HÉR Næsti leikur Þórs verður heimaleikur gegn b liði Breiðabliks sem fram fer í höllinni miðvikudaginn 1. febrúar.
Ármann – Þór
Á sama tíma stóttu strákarnir okkar lið Ármanns heim í Kennaraháskólann en upphaflega áttu liðin að mætast í gærkvöld.
Óhætt er að segja að strákarnir okkar hafi átt á brattann að sækja frá fyrstu mínútu þar sem heimamenn leiddu allan leikinn en þeir leiddu leikinn mest með 40 stigum.
Tuttugu og fjögur stig skildu liðið að í hálfleik 66:42. Síðari hálfleikurinn var mun jafnari en Ármann vann hann með einu stigi 43:42 og 25 stiga tap staðreynd 109:84.
Austin Bracey var stigahæstur heimamanna með 25 stig Illugi Steingrímsson var með 18 stig og Kristófer Gíslason 17. Þá var William Thompson með 16 stig og 13 fráköst.
Í liði Þórs var Arturo með 21 stig, Toni Cutuk 20 stig og 14 fráköst, Smári Jóns 19 og Hlynur Freyr 12
Næsti leikur Þórs verður heimaleikur gegn Fjölni sem fram fer föstudaginn 27. janúar klukkan 19:15.
Áfram Þór alltaf, alls staðar