Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Sumaræfingatafla yngri flokka knattspyrnudeildar Þórs liggur nú fyrir og eru litlar breytingar gerðar á henni á milli ára.
Stefnt er að því að hefja sumaræfingar á grasi þriðjudaginn 7.júní næstkomandi.
Æfingatöflu sumarsins má sjá hér
Líkt og undanfarin sumur munu yngri flokkarnir að mestu notast við Lundinn, Ásinn og Skansinn til æfinga en ljóst er að yngri flokkar munu þurfa að nýta Bogann að einhverju leyti í allt sumar. Þá er félagið í leit að fleiri svæðum til æfinga í sumar innan bæjarmarkana og verður það þá kynnt sérstaklega þegar niðurstöður þess liggja fyrir.
Ekkert vorfrí verður hjá yngri flokkum Þórs í ár og æfa allir flokkar því samkvæmt vetrartöflu þar til sumaræfingataflan tekur gildi þann 7.júní.
Tækniæfingar
Iðkendum í 4-6.flokki mun bjóðast að mæta á tækniæfingar aukalega við hefðbundnar æfingar og verða þær æfingar einhvertímann á bilinu milli klukkan 14-16 virka daga. Um er að ræða 45 mínútna æfingar. Frekari tímasetningar og tilhögun verður kynnt þegar nær dregur.
Markmannsæfingar
Tímasetningar markmannsæfinga verða sendar út á Sportabler.