Linda Guðmundsdóttir skrifar fyrir hönd konukvöldsnefndar:
Fyrir nokkrum árum fæddist sú hugmynd að endurvekja konukvöld, hafa það sama kvöld og herrakvöld Þórs, samnýta skemmtikrafta og fleira, hittast svo öll saman á balli seinna um kvöldið. Síðan kom heimsfaraldur og hugmyndin lá í dvala en í upphafi þessa árs þegar farið var að birta til á ný var ákveðið að fara á fulla ferð í að undirbúa konukvöld.
Ákveðið var að nýta þetta kvöld í fjáröflun að vekja meiri athygli á kvennaíþróttum í bænum og á samstarfi íþróttafélaganna Þórs og KA og niðurstaðan var að hafa konukvöld KA/Þórs í handboltanum og Þórs/KA í fótboltanum.
Konukvöldið var haldið laugardaginn 21. maí á Vitanum og við getum öll verið sammála um að það hafi heppnast mjög vel. Við sem stóðum að þessu vissum ekki hvað við vorum að fara af stað með. Uppselt var á viðburðinn sem er mjög ánægjulegt, sem segir okkur að konukvöldið er komið til að vera.
Ekki hefði verið hægt að hada þetta nema fyrir alla frábæru styrktaraðilana sem komu að þessu með okkur og erum við þeim afar þakklát, eftirtalin fyrirtæki komu að konukvöldinu:
Byko, Rafeyri, Slippurinn, Kjarnafæði, Kaffibrennslan, Vitinn, Grand þvottur, Schlumberger, Saltpay, SBA, Niceair, Höldur, Vodafone,
Síminn, Skógarböðin, Halldór Jónsson heildsala, Terma snyrtivörur, Eirberg, Strikið, Spretturinn, AK-Pure Skin, Aris hárstofa, Svartir Svanir, Mynja vefverslun, World class/Aqua Spa, Listasafnið/Dagrún Matthíasdóttir, Bryndís Ásmunds og Vamos
Hlökkum til að sjá ykkur á næsta ári!