Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Í dag, 5. desember, er dagur helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Í tilefni af því hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt.
Íþróttafélagið Þór, eins og önnur íþróttafélög og fjölmörg önnur félög og samtök í landinu, er að verulegu leyti borið uppi af starfi sjálfboðaliða. Þáttur þeirra og mikilvægi í starfinu verður seint ofmetinn því án þeirra væri ekki hægt að halda úti því öfluga íþróttastarfi sem við gerum. Dagurinn í dag er helgaður ykkur öllum, ágætu sjálfboðaliðar. Stjórn íþróttafélagsins Þórs sendir ykkur öllum hér með risastórar þakkir fyrir ómetanlegt framlag til starfsins.
Í frétt á vef ÍSÍ kemur meðal annars þetta fram um dag sjálfboðaliðans:
Í tilefni dagsins hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt og hafa auglýsingar undir því slagorði verið sýnilegar á miðlum síðustu daga. Að auki hefur ráðuneytið skipulagt ráðstefnu um sjálfboðaliða í íþrótta-og æskulýðsstarfi til vitundarvakningar um mikilvægi sjálfboðaliðans. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica í dag og verður umfjöllunarefnið störf sjálfboðaliða og áskoranir hjá þeim samtökum sem reiða sig á störf þeirra.
Ráðstefnan sem getið er hófst reyndar í hádeginu í dag, áður en þessi frétt var sett hér inn á vefinn.
Smellið á myndina til að opna myndaalbúm með fleiri myndum af sjálfboðaliðum í starfi fyrir félagið. Hér eru leikmenn Þórsliðsins í handbolta að loknu dagsverki við snjómokstur við dvalarheimilið Hlíð. Strákarnir unnu í sjálfboðavinnu, en deildin fékk greitt fyrir verkið.