Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór fyrsta liðið til að leggja Stjörnuna í deildarleik í vetur
Stjarnan úr Garðabæ hafði ekki tapað deildarleik í vetur og var liðið fyrir leikinn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.
Þessi tvö lið höfðu mæst í tvígang í vetur þ.e. í deild og bikar og höfðu Garðbæingar betur í þeim báðum svo trúlegt má telja að æði margir hafi tippað á sigur Stjörnunnar
Leikurinn var í heildina hin besta skemmtun og framan af var jafnt á með liðunum og munurinn 2-5 stig. Þór vann fyrsta leikhlutann 24:19. Fyrstu mínútu annars leikhluta leiddi Þór með 1-6 stigum en eftir þriggja og hálfs mínútna leik komst Stjarnan yfir 29:31. Gestirnir leiddu fram í miðjan leikhlutann en þegar tæpar fjórar mínútu lifðu fyrri hálfleik komst Þór aftur yfir 36:35. Þarna tóku heimakonur góða rispu og skoruðu 11:2 og unnu því leikhlutann með fimm stigum 23:18. Munurinn því tíu stig þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik 47:37.
Í liði Þórs var Eva Wium komin með 13 stig í hálfleik, Maddie 10, Karen Lind 9 og Hrefna 8.
Í liði gestanna var Dilja Lárusdóttir komin með14 stig, Riley Popplewell 10 og Kolbrún María 8.
Þórsstúlkur komu grimmar inn í síðari hálfleikinn og ljóst á baráttu leikmanna liðsins að ekkert yrði gefið eftir. Leikmenn komnir á bragðið og bættu í leikinn. Þór náði mest 25 stiga forskoti í þriðja leikhluta sem liðið vann 25:11. Munurinn á liðunum þegar lokaspretturinn hófst var 24 stig 72:48.
Úrslit leiksins voru þarna ráðin og aðeins spurning um lokatölur. Gestirnir löfðu allt í sölurnar til þess að laga stöðuna og spiluðu grimma vörn en því miður þeirra vegna var sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska en hvort lið skoraði 11 stig í loka fjórðungnum.
Þór fagnaði 24 stiga sigri 89:65 og var sigurinn aldrei í hættu og afar sannfærandi. Eins og svo oft áður í vetur eru sigrar Þórs klárlega liðsheildarinnar og framlag gott frá mörgum leikmönnum.
Í liði gestanna voru það þær Dilja, Kiley og Kolbrún sem drifu liðið áfram.
Framlag leikmanna Þórs; Maddie Sutton 26/26/7, Hrefna Ottósdóttir 20/6/0, Eva Wium 17/5/6, Heiða Hlín 10/3/3, Karen Lind 9/6/0, Rut Herner 4/6/2, Valborg Elva 3 stig. Þá var Emma Karólína með 3 fráköst og 3 stoðsendingar og Vaka Bergrún kom inn á og var með eina stoðsendingu.
Framlag leikmanna Stjörnunnar: Diljá Ögn 58/4/3, Riley Popplewell 18/16/0, Kolbrún María 12/9/0, Ísold Sævarsdóttir 8/7/1 og Elíasbet Ólafsdóttir 2 stig.
Gangur leiks eftir leikhlutum: 24:19 / 23:18 (47:37) 25:11 / 17:17 = 89:65
Eftir sigurinn í kvöld er Stjarnan sem fyrr á toppi deildarinnar með 24 stig,, Snæfell er með 22 í öðru sætinu en Þór í því þriðja með 20 stig.
Staðan í deildinni sjá HÉR
HÉR er svo viðtal við Daníel Andra þjálfarar Þórs
Áfram Þór alltaf, alls staðar