Þór/KA og Þór/KA2 berjast um Íslandsmeistaratitil B-liða

Í kvöld verður barist um Íslandsmeistaratitil B-liða í 3. flokki kvenna þegar tvö lið frá Þór/KA mætast í Boganum. Leikurinn hefst kl. 18:45.

Þór/KA sendi þrjú lið til keppni á Íslandsmótinu í 3. flokki. A-liðið spilaði í A-riðli í öllum þremur lotum mótsins. Félagið sendi tvö B-lið til keppni (Þór/KA og Þór/KA2). Liðunum 19 var skipt í þrjá riðla og unnu okkar lið sína riðla með nokkrum yfirburðum.
Í undanúrslitum mætti Þór/KA liði Breiðabliks/Augnabliks2 og Þór/KA2 mætti liði Gróttu/KR. Bæði lið unnu leiki sína í undanúrslitunum 3-0 og mætast því í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn.

Rétt er að taka fram að í riðlakeppninni voru A-lið frá nokkrum félögum, en þau eiga ekki rétt á að fara áfram í úrslitakeppni um titilinn. Þannig var það liðið í 4. sæti C-riðils (Breiðablik/Augnablik2) sem fór í undanúrslit þar sem liðin fyrir ofan það voru A-lið frá viðkomandi félögum (Snæfellsnes, Sindri/Neisti og KFR).

Hér að neðan eru tenglar á riðlana og úrslitakeppnina á vef KSÍ: 
A-riðill 
B-riðill 
C-riðill 
Úrslitakeppnin