Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Á fimmta tug Þórsara héldu til Spánar á öðrum degi páska.
Um er að ræða drengi fædda árið 2005, 2006 og 2007, það er að segja úr 3.flokki og yngsta ári 2.flokks í fótbolta sem munu dvelja við æfingar og keppni í Barcelona næstu vikuna.
Hópnum fylgja tveir þjálfarar, þeir Andri Hjörvar Albertsson og Kristján Sigurólason sem eru þjálfarar 3.flokks auk fararstjóra úr foreldrahópi drengjanna.
Strákarnir munu taka þátt í Barcelona Cup í lok ferðarinnar, þriggja daga fótboltamót þar sem lið hvaðanæva úr heiminum taka þátt en strákarnir okkar eru í riðli með liðum frá Frakklandi, Írlandi, Finnlandi og Spáni.
Í byrjun júní munu stelpurnar úr 3.flokki Þórs/KA taka þátt í sama móti á sama stað en um er að ræða fyrstu utanlandsferðir yngri flokka í töluverðan tíma eftir Covid tímabil undanfarinna ára.