Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Í gær fimmtudag, fór fram 34 súpufundur Íþróttafélagsins Þórs og veitingahússins Greifans.
Fundurinn hófst eins og allir fyrri fundir okkar á að fyrst var gætt sér á gómsætri súpu frá Greifanum sem og svo hlustað á framsögu fulltrúa stjórnmálaaflanna sem bjóða fram til bæjarstjórnarkosninganna á Akureyri í vor.
Að sjálfsögðu var aðalumræðuefni og yfirskrift fundarins, Akureyri íþróttabær? staðan í dag og framtíðin.
Gestir fundarins í panel dag voru :
Fyrir Flokk Fólksins. Jón Hjaltason 3 maður á F lista flokks Fólksins.
Fyrir Pírata. Hrafndís Bára Einarsdóttir í 1 sæti á P lista framboðs Pírata.
Fyrir Sjálfstæðisflokk. Heimir Árnason. Í 1 sæti á D lista Sjálfstæðisflokks.
Þegar um það bil 3 vikur eru til kosninga eru framboðin að sýna stefnuskrár sínar, og ef horft er á þær má sjá að málaflokkurinn Íþróttir er fyrirferðamikil í stefnuskrám hjá öllum framboðum enda eru íþróttir hér í bæ veigamikill þáttur í öllu starfi íbúa á Akureyri og sennilega er engin fjölskylda hér í bæ sem getur sagt með sanni að íþróttir skipti þau engu máli og eða tengist þeim á nokkurn hátt.
Því eru þessi súpufundir Þórs og Greifans kjörin vettvangur, bæði fyrir framboðin sem og kjósendur að hlusta og ræða þetta stóra hagsmunamál. Hafa fundirnir nú þegar haft þau áhrif að umræður fundanna fyrrum hafa beinlínis ratað inn í stefnuskrá flokka og vægi fundanna því töluvert í umræðunni um íþróttir.
Þar með er tilgangi okkar sem höldum þessa fundi náð.
Í máli frummælenda á fundinum kom m.a fram að á næsta kjörtímabili þarf að taka margar stórar ákvarðanir í tengslum við íþróttalífið í bænum og er þar bæði átt við um rekstur félagana sem og uppbyggingu íþróttamannvirkja. Margumrædd skýrsla Akureyrarbæjar um forgangsröðum uppbyggingu íþróttamannvirkja var mikið rýnd á fundinum í dag og sýnist sitt hverjum framboðanna um hvort eigi að fylgja henni eftir óbreyttri.
Fram kom í máli frambjóðenda m.a að nauðsyn er að bæjaryfirvöld og íþróttahreyfingin tali meira saman og einnig var nefnt að ákveðins pirrings gæti í samskiptum skólayfirvalda sem og íþróttafélagana á Akureyri og þar þurfa allir að setjast og hlusta, því skóli og íþróttir eru sannarlega nauðsynlegir bandamenn sem verða að taka tillit til hvors annars.
Einnig kom fram að D-listinn horfir til þess að flýta uppbyggingu á Þórssvæði gegn því að fá að byggja þar sem núverandi kastsvæði er á skipulagi.
Sundlaug Glerárskóla fékk sitt pláss í umræðunni í dag.
Fundurinn í dag var málefnalegur og góð umræða skapaðist, sem hefur verið leiðarljós súpufunda félagsins til þessa, og þegar horft er yfir allar deilur og dægurþras sem og mismunandi stefnur stjórnmálaflokkanna nú sem áður í aðdraganda kosninga, er það nú niðurstaðan að öll viljum við íþróttastarfi bæjarins sem best, sem einnig er vert að nefna eins og margoft hefur komið fram stenst samanburð við stór Reykjarvíkursvæðið ef horft er til þess fjölda íþróttagreina er stundaðar eru hér. bærinn okkar getur verið stoltur þegar á allt er horf með íþróttabæinn Akureyri.
En sannarlega má gera betur og ljós að stjórnmálaöflin eru þess mjög vel meðvituð um það.
Framkvæmdanefnd Súpufunda Þórs og Greifans vill þakka hér frummælendunum Jóni Hjaltasyni, Hrafndísi Báru Einarsdóttur og Heimi Árnasyni kærlega fyrir þeirra framlag á fundinum.
Fundarstjóri var Sigfús Ólafur Helgason fyrrum formaður Þórs í forföllum okkar aðalfundastjóra, Viðars Sigurjónssonar og fórst Sigfúsi stjórn fundarins vel úr hendi.
Um það bil 30 manns sátu fundinn.
Síðasti súpufundur á þessu vori verður haldinn í Hamri n.k föstudag 6 maí kl 12.00 til kl 13.00. Þá mæta til okkar í panel fulltrúar Framsóknarflokksins. Vinstri grænna og L listans. (Myndir frá fundinum tók Páll Jóhannesson hirðljósmyndari Þórs sem settar verða inn í kvöld)