11 Þórsarar valin í landsliðsverkefni

Nokkur landsliðsverkefni eru framundan í fótboltanum í október og þar eigum við Þórsarar alls 11 fulltrúa.

U23 kvenna

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U23 kvenna, hefur valið hóp sem leikur tvo vináttuleiki gegn Finnlandi í lok október.

Leikirnir fara fram ytra, 24. og 27. október.

Í hópnum eru Þórsararnir Jakobína Hjörvarsdóttir, sem leikur nú með Breiðablik, og María Catharina Ólafsd. Gros, sem nú leikur með Linköping.

Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.

U17 karla

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2025.

Ísland er þar í riðli með Spáni, Norður Makedóníu og Eistlandi, en riðillinn verður leikinn á Íslandi dagana 30. október - 5. nóvember.

Í hópnum eru Þórsararnir Ásbjörn Líndal Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson og Sverrir Páll Ingason. Tveir Þórsarar til viðbótar eru í hópnum en það eru þeir Sigurður Jökull Ingvason og Egill Orri Arnarsson sem voru keyptir til danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland í sumar.

Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.

U15 kvenna

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í æfingum 14.-15. október.

Æfingarnar fara fram í Miðgarði og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir UEFA Development Tournament á Englandi 20.-26. nóvember.

Í hópnum eru þrír leikmenn sem eru nú að ganga upp í 3.flokk og sameinast þar undir merkjum Þórs/KA; þær Ásta Ninna Reynisdóttir, Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Hafdís Nína Elmarsdóttir.

Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.

U15 karla

Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í UEFA Development móti sem fram fer í Búlgaríu dagana 17.-23. október næstkomandi.

Í hópnum er Þórsarinn Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson.

Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.

Við óskum okkar fólki til hamingju með valið og góðs gengis í sínum verkefnum.