Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Knattspyrnudeild og unglingaráð Knattspyrnudeildar Þórs halda um helgina Goðamót fyrir stúlkur í 6. flokki.
Alls senda 12 félög samtals 49 lið til keppninnar, en keppt er í sex styrkleikaflokkum sem heita eftir þekktum knattspyrnulöndum, Argentína, Brasilía, Cameroon, Danmörk, England og Frakkland. Keppni hefst kl. 15 í dag, en mótinu lýkur upp úr kl. 14 á sunnudag.
Almennar upplýsingar um mótið má finna á vef mótsins hérna. Leikjadagskrá, úrslit, stöður og fyrirkomulag má finna á mótavef Goðamótanna, sjá hér.
Goðamótið er, eins og nafnið gefur til kynna, haldið í samstarfi við og með tilstyrk Norðlenska og hafa þessi vetrarmót Þórs borið nafn Goða frá upphafi enda eru þau orðin þekkt vörumerki og vinsæl mót meðal ungra knattspyrnuiðkenda víða að af landinu. Það væri reyndar áhugavert að gera könnun á meðal A-landsliðsfólks í dag og komast að því hve mörg úr A-landsliðunum eiga að baki eitt eða fleiri Goðamót. Nokkuð víst að það er mikill meirihluti.