14.12.2023
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands héldu stutt málþing og buðu sjálfboðaliðum í vöfflukaffi í Íþróttamiðstöðínni í Laugardal á Degi sjálfboðaliðans, þriðjudaginn 5. desember.
12.12.2023
„Það sem við gerum ekki í fyrri hálfleik, það gerum við í þeim seinni!“ Þannig voru hvatningarorð til Þórsliðsins og stuðningsmanna í stúkunni í Höllinni í kvöld í upphafi seinni hálfleiks þegar Þór mætti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta. Skotnýtingin var ekki góð hjá okkar konum í fyrri hálfleik og margt sem gekk á afturfótunum, fum, fát og stress, tapaðir boltar og tólf stiga forysta gestanna að loknum fyrri hálfleiknum.
12.12.2023
Þór fær Íslandsmeistaralið Vals í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyti í 13. umferð Subway-deildarininar í dag. Leikurinn hefst kl. 18:15. Gott tilefni til að fylla Höllina!
11.12.2023
Píludeild Þórs hefur verið í mikilli sókn undanfarin misseri og toppar sig með því að skipuleggja stærsta pílumót sem haldið hefur verið á Akureyri. Í boði eru 128 sæti á Akureyri Open sem haldið verður 23.-24 febrúar 2024. Til að koma mótinu fyrir dugar ekki minna en að fylla aðstöðu píludeildarinnar við Laugargötu og yfirtaka Sjallann!
11.12.2023
Þriðja útileikinn í röð í Grill 66 deildinni máttu Þórsarar þola yfir tíu marka tap, í gær gegn ungmennaliði Vals. Núna þegar komið er að rúmlega mánaðarlöngu hléi á deildinni eru Þórsarar í 3. sæti deildarinnar með 13 stig, jafnir Fjölni að stigum.
10.12.2023
Kvennalið Þórs í körfubolta tryggði sér sæti í átta liða úrslitum VÍS-bikarsins með átta stiga sigri á 1. deildar liði Aþenu, 84-76.
10.12.2023
Karlalið Þórs vann KA2 í fyrsta leik B-riðils A-deildar karla í Kjarnafæðimótinu. Lokatölur urðu 4-0.
09.12.2023
Þjálfarateymi Þórs fyrir keppnistímabilið 2024 í Lengjudeildinni er nú fullskipað.