Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þriðja útileikinn í röð í Grill 66 deildinni máttu Þórsarar þola yfir tíu marka tap, í gær gegn ungmennaliði Vals. Núna þegar komið er að rúmlega mánaðarlöngu hléi á deildinni eru Þórsarar í 3. sæti deildarinnar með 13 stig, jafnir Fjölni að stigum.
Þórsliðið var á undan að skora og hafi eins til tveggja marka forystu á upphafsmínútunum, en heimamenn tóku forystuna fljótlega og héldu henni út leikinn. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var munurinn þrjú til fimm mörk og staðan 15-10 í leikhléi, Valsmönnum í vil. Heimamenn héldu svo áfram að auka muninn smátt og smátt eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og enduðu með 12 marka sigri, 33-22.
Valur U - Þór 33-21 (15-10)
Leikurinn var sá síðasti hjá Þórsliðinu á þessu ári og næsti leikur raunar ekki fyrr en í síðari hluta janúarmánaðar.
Ungmennalið Fram hefur tekið deildina með stormsveipi, unnið níu leiki af tíu og eru á toppnum með 18 stig. ÍR-ingar eru í 2. sæti með 14 og þar á eftir koma Þór og Fjölnir með 13 stig og Hörður með 11. Öll þessi lið hafa leikið tíu leiki.
Valur U
Mörk: Daníel Örn Guðmundsson 8, Hlynur Freyr Geirmundsson 6, Tómas Sigurðarson 5, Knútur Gauti Kruger 4, Dagur Leó Fannarsson 3, Daníel Montoro 2, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 2, Jóhannes Jóhannesson 1, Loftur Ásmundsson 1, Stefán Péturson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 14 (40%).
Refsingar: 12 mínútur.
Þór
Mörk: Aron Hólm Kristjánsson 5, Þormar Sigurðsson 5, Jón Ólafur Þorsteinsson 3, Heiðmar Örn Björgvinsson 2, Garðar Már Jónsson 1, Arnór Þorri Þorsteinsson 1, Friðrik Svavarsson 1, Ágúst Örn Vilbergsson 1, Arnþór Gylfi Finnsson 1, Sigurður Ringsted Sigurðsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 3, Tristan Ylur Guðjónsson 2 (13,2%).
Refsingar: 10 mínútur
Leikskýrslan (hsi.is)
Tölfræðin (hbstatz.com)