Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Meistaramót Píludeildar Þórs í 301 verður haldið á morgun, laugardag (22.okt). Mótið verður haldið í aðstöðu Píludeildar Þórs í Laugargötu og hefst mótið kl 11:00 og húsið opnar kl 10:00.
Allir þeir sem hafa greitt árgjaldið í Píludeild Þórs eru gjaldgengir í mótið og hófst skráning í mótið í byrjun vikunnar. Nú er skráning í fullum gangi og hér er hægt að sjá þá sem eru skráðir í mótið. Skráningarfrestur er til kl 18:00 í dag. Fyrir þá sem hafa áhuga á að skrá sig í mótið geta farið í gegnum þessa slóð hér.
Sýnt verður beint frá tveimur spjöldum út allt mótið og verður hægt að nálgast slóð á það á Facebook síðu Píludeildar Þórs á laugardagsmorgun.
Spilað verður í riðlum og svo farið í útslátt.
Hvetjum þá sem hafa áhuga á að koma og prófa pílukast að kíkja til okkar á mánudags- og miðvikudagskvöldum frá kl 19-22 en þá er aðstaðan opin og allir velkomnir!