Skráningu í Novis-deildina lýkur kl. 18 í dag, föstudaginn 20. janúar.
Mótahald í pílukasti er á fullu og nóg af mótum í boði fyrir pílukastara. Novis-deildin í pílukasti fer af stað sunnudaginn 22. janúar og verður bæði spilað fyrir sunnan og hér fyrir norðan í aðstöðu píludeildarinnar í íþróttahúsinu við Laugargötu. Keppni hefst kl. 10:30 á sunnudag og verður húsið opnað kl. 9:30.
Skráningarfrestur í Novis-deildina er til kl. 18 í dag, föstudaginn 20. janúar. Nú þegar eru 32 keppendur skráðir til leiks í norðausturdeildinni, sem spiluð verður hjá píludeild Þórs.
Spilað er í riðlum eftir meðaltali sem keppendur fá eftir hverja umferð sem þýðir að keppendur mæta yfirleitt leikmönnum á svipuðu getustigi. Áætlað er að hver keppandi spili 7-9 leiki í hverri umferð. Þetta mót hentar því hvort tveggja fyrir byrjendur og lengra komna.