Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Íslenska pílukastsambandið, ÍPS, stendur að mótaröðinni DARTUNG, unglingamótaröð ÍPS og Ping Pong í pílukasti. DARTUNG 2 verður haldið á Akureyri á morgun, laugardaginn 6. apríl.
DARTUNG 2 verður haldið laugardaginn 6. apríl í aðstöðu píludeildar Þórs. Húsið verður opnað kl. 10 og er áætlað að mótið hefjist kl. 11. Allir pílukastarar á aldrinum 9-18 ára (fæddir 2006-2015) geta tekið þátt í þessari mótaröð en spiluð verða fjögur mót á árinu 2024. Stig verða gefin fyrir árangur og stigalisti aðgengilegur á dart.is. Dagsetningar allra umferða má finna á viðburðasíðu ÍPS.
Mótaröðin er aldurs- og kynjaskipt og spilaðir eru riðlar og útsláttur. DARTUNG 2 verður skipt í aldurshópana 9-13 ára og 14-18 ára. Miðað er við árið og eru því allir krakkar sem eru orðnir níu ára á árinu velkomnir og unglingar sem verða 18 ára á þessu ári fá einnig þátttökurétt á mótaröðinni.
Stig verða gefin fyrir árangur í mótunum og verða þau sem hér segir:
1 sæti: 30 stig
2 sæti: 20 stig
3.-4. sæti: 15 stig
5.-8. sæti: 10 stig
9.-16. sæti: 5 stig