Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Kjarnafæðimótið er hafið. Fyrsti leikurinn var spilaður í Boganum gærkvöld þegar 2. flokkur Þórs (Þór 2) mætti liði K.A. Gestirnir fóru með 5-1 sigur af hólmi. Kristinn Bjarni Andrason skoraði mark Þórs á 89. mínútu.
Þór2 - K.A. 1-5 (0-4) - Kristinn Bjarni Andrason (89').
Því miður verður mótið ekki sett upp í mótakerfi KSÍ að þessu sinni og því ekki hægt að fletta upp á leikjadagskrá, úrslitum, stöðu eða leikskýrslum þar.
Leikjadagskráin hefur verið sett upp og birt af KDN, með fyrirvara um að á henni geti orðið breytingar.
Þór er með þrjú lið í mótinu, tvö í A-deild (mfl. og 2. fl.) og eitt lið frá 2. flokki í B-deild.
Upplýsingar um leiki, breytingar á leiktímum eða leikdögum, og umfjöllun um leiki má í stað þess finna á Facebook-síðu Knattspyrnudómarafélags Norðurlands.