Frábær heimasigur á Blikum

Strákarnir okkar í körfuboltanum unnu góðan sigur á Breiðabliki þegar liðin áttust við í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld.

Leiknum lauk með eins stigs sigri okkar manna, 96-95 eftir spennandi lokamínútur en Þórsliðið leiddi leikinn lengstum án þess að ná að hrista gestina almennilega af sér.

Smelltu hér til að skoða tölfræðina úr leiknum.

Næsti leikur Þórs er útileikur gegn Hamri þann 7.febrúar næstkomandi.

 

Myndir úr leiknum: Palli Jóh. Smellið á myndina til að opna albúmið.