Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Grátlegt tap gegn ÍA
Segja má að Þór hafi farið illa að ráði sýnu þegar liðið tapaði með fjórum stigum gegn ÍA en í upphafi fjórða leikhluta leiddu Þórsarar með tólf stigum 67:55. Síðustu átta mínútur leiksins gekk allt á afturfótunum hjá Þór sem skoruðu aðeins sjö stig það sem eftir lifði leiks og það nýttu gestirnir sér til hins ýtrasta og skoruðu 22 stig og tryggðu sér þriggja stiga sigur 74:77.
Fyrstu stig leiksins komu ekki fyrr en eftir nærri eina og hálfa mínútu þá komu tvær körfur frá Þór 4:0 eftir tveggja mínútna leik. Þá tóku gestirnir kipp og komust yfir 4:5 og komust í 6:12 um miðjan leikhlutann. Þórsarar tóku þá við sér og skoruðu 14:3 og leiddu með fimm stigum þegar annar leikhlutinn hófst 20:15.
Annar leikhlutinn fór rólega af stað og Þór hafðið nauma forystu allt fram í miðja leikhlutann en Þór komust gestirnir yfir 30:31. Leikurinn var tiltölulega jafn næstu mínútur en gestirnir leiddu mest með fimm stigum. Skagamenn unnu leikhlutann 21:30 og höfðu í hálfleik fjögra stiga forskot 41:45.
Hjá Þór var Tarojae með 14 stig í hálfleik, Smári 9 og Toni 7. Hjá gestunum voru þeir Gabríel og Jalen atkvæðamestir með 13 stig hvor og Lucien 7.
Gestirnir leiddu leikinn áfram en um miðjan þriðja leikhlutann jöfnuðu Þórsarar 50:50 og stemningin virtist með heimamönnum sem leiddu eins og áður segir með tíu stigum 65:55 þegar fjórði leikhlutinn hófst. Eins og fram kom í upphafi umfjöllunar nýttu gestirnir sér vandræðagang Þór til hins ýtrasta og unnu leikhlutann 9:22 og þriggja stiga sigur ÍA staðreynd 74:77.
Gangur leiks eftir leikhlutum 20:15 / 21:30 (41:45) 24:10 / 9:22 = 74:77
Án þess að taka eitthvað frá gestunum þá geta heimamenn betur og það vita þeir best sjálfir. Í liði Þórs var Tarojae öflugur og þeir Zak og Toni voru drjúgir en Smári Jónsson barðist eins og ljón allan leikinn og var frábær í vörn og drjúgur í sókn.
Hjá ÍA var Jalen Dupree bestur og í raun besti leikmaður vallarins í kvöld og þá voru þeir Lucien og Anders mjög öflugir.
Framlag leikmanna Þórs: Tarojae Brake 20/7/2, Smári Jónsson 14/4/3, Toni Cutuk 12/14/3, Zak Harris 12/3/0, Hlynur Freyr 5/5/0, Baldur Örn 4/6/4, Kolbeinn Fannar 4/2/2, Páll Nóel 3/0/1,
Framlag leikmanna ÍA: Jalen Dupree 24/18/1, Lucien Christofis 19/11/6, Anders Adersteg 18/13/3, Davíð Alexander 7/3/4, Júlíus Duranona 5/0/1, Jóel Duranona 2/1/0 og Þórður Freyr 2/1/1.
Í næsta leik sækir Þór lið Sindra heim og fer sá leikur fram miðvikudagskvöldið 7. október klukkan 19:15.
Viðtal við Kolbein Fannar Gíslason fyrirliða Þórs
Áfram Þór alltaf, alls staðar