Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Aðalstjórn Þórs hefur sett saman greinagerð vegna framtíðar uppbyggingu á svæði félagsins. Allar deildir félagsins hafa þegar fengið greinagerðina senda ásamt þeim flokkum sem bjóða fram til bæjarstjórnar. Nú er komið að ykkur kæru félagsmenn og hvetjum við ykkur til að kynna ykkur greinagerðina vel.
Meðal efnis í greinagerðinni er eftirfarandi:
,,...Samkvæmt skýrslunni má áætla að framkvæmdir við íþróttasvæði Þórs muni hefjast eftir um 8 – 10 ár, árin 2030 – 2032. Íþróttafélagið Þór hefur frá útgáfu skýrslunnar mótmælt þeirri forgangsröðun sem fram kemur í skýrslunni harðlega, m.a. vegna þess að einungis er unnt að æfa tvær af átta greinum félagsins á íþróttasvæði Þórs vegna aðstöðuleysis. Nánast öll uppbygging íbúðabyggðar á Akureyri er skipulögð norðan Glerár til ársins 2030, eða um 3.000 íbúa byggð. Íþróttafélagið Þór telur núverandi aðstöðu ekki boðlega, hvorki fyrir núverandi né væntanlega iðkendur félagsins, en gert er ráð fyrir að iðkendum muni fjölga til muna, í takt við fólksfjölgun á komandi árum..."
...,,Augljóst þykir að óskalisti íþróttafélagsins Þórs bar hagsmuni heildarinnar fyrir brjósti fremur en eiginhagsmuni félagsins. Sem dæmi má nefna ósk um fjölnota húsnæði við Bogann sem nýtist Þór, KA, Þór/KA og UFA, uppbyggingu íþróttatengdra leikvalla á skólalóð, ásamt uppbyggingu sundlaugar sem teljast ekki hagsmunir Þórs í núverandi starfsemi félagsins. Engu að síður endurspegla óskirnar heildarhagsmuni bæjarins sem og stefnu ÍBA um eflingu kjarna og sameiningu félaga.
Það er mat félagsins að þarfir Þórs hafi ekki hlotið sanngjarnt mat í niðurstöðu skýrslunnar auk..."
Greinagerðina í heild sinni má nálgast með því að smella hér!